Viðræður um viðskiptasamning vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, halda áfram á morgun.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greindu frá þessu eftir að hafa rætt saman í síma í dag.
„Í símtalinu í dag um samningaviðræðurnar á milli Evrópusambandsins og Bretland fögnuðum við því að árangri hefur verið náð á mörgum sviðum,“ sögðu þau í tilkynningu.
„Samt sem áður er enn uppi umtalsverður ágreiningur á þremur mikilvægum sviðum: varðandi sanngirnissjónarmið, stjórnsýslu og fiskveiðar,“ sögðu þau og bætttu við að þau ætli að tala aftur saman í síma á mánudaginn.
Viðræðurnar á milli Breta og ESB hafa dregist á langinn í átta mánuði. Ákveðið var að slíta viðræðum þrátt fyrir að stutt sé í að Bretar yfirgefi innri markað ESB 31. desember með eða án viðskiptasamnings.