Viðræður um viðskiptasamning vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, halda áfram í dag.
Aðalsamningamaður Breta, Frost lávarður, hittir Michael Barnier frá ESB í Brussel þar sem þeir munu reyna að ná samkomulagi.
Heimildarmaður BBC sagði að það gæti verið komið að lokatilrauninni til að ná saman fyrir lok ársins. Chris Mason, blaðamaður BBC, sagði að andrúmsloftið væri lágstemmt en að báðir aðilar vilji enn ná samningi.
Hann vitnaði í innanbúðarmann í bresku ríkisstjórninni sem sagði að stundum birti til skömmu eftir að útlitið hefur verið hvað dekkst.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, ræddu saman í síma í gær og munu aftur heyrast á morgun.
Viðræðurnar á milli Breta og ESB hafa dregist á langinn í átta mánuði. Ákveðið var að slíta viðræðum þrátt fyrir að stutt sé í að Bretar yfirgefi innri markað ESB 31. desember með eða án viðskiptasamnings.