Á sjúkrahúsi en líður vel

Rudy Giuliani.
Rudy Giuliani. AFP

Persónulegur lögfræðingur Donalds Trumps, Rudy Giuliani, er á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Greint var frá því í gærkvöldi að hann hefði greinst með veiruna í gærkvöldi.

Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla var hann lagður inn á sjúkrahús í höfuðborginni, Washington DC, í gær.

Giuliani, sem er fyrrverandi borgarstjóri New York, þakkaði fyrir hlýjar kveðjur sem honum hafa borist á Twitter. Hann segist vera á batavegi.

Sonur hans, Andrew Giuliani, sem starfar í Hvíta húsinu, greindist með Covid-19 í síðasta mánuði. Hann skrifar á Twitter að faðir hans njótri góðar umönnunar og hvíldar á sjúkrahúsinu. Hann sé við góða heilsu.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka