Myrti vísindamanninn en hlífði konu hans

Frá jarðarför Fakhrizadeh í lok nóvember.
Frá jarðarför Fakhrizadeh í lok nóvember. AFP

Vélbyssa búin gervigreind, sem stjórnað var í gegnum gervihnött, var notuð til að myrða Moh­sen Fakhrizadeh, einn helsta kjarn­orku­sér­fræðing­ Írans, í lok nóvember.

Þetta segir yfirmaður úrvalssveita íranska hersins.

Fakhrizadeh var myrtur þar sem hann var í bílalest um 70 kílómetra utan við höfuðborgina Tehran 27. nóvember.

Yfirmaðurinn Ali Fadavi segir að vopnið hafi geta hæft Fakhrizadeh án þess að skaða eiginkonu hans sem sat við hlið hans. Samkvæmt umfjöllun BBC hefur þetta ekki fengist staðfest.

Sérstakar aðferðir notaðar

„Byssan einblíndi á Fakhrizadeh þannig að eiginkona hans, sem sat 25 sentímetrum frá honum, slapp ómeidd,“ sagði Fadavi.

Íranar telja að Ísraelar standi á bak við morðið.

Ali Sham­k­hani, yf­ir­maður þjóðarör­ygg­is­ráðs Írans, sagði við jarðarför Fakhrizadeh að sérstakar aðferðir hefðu verið notaðar við árásina, án þess að útskýra það nánar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert