Fyrst til að fá bólusetningu

00:00
00:00

Níræð kona frá Norður-Írlandi varð fyrsta mann­eskj­an til þess að vera bólu­sett með bólu­efni Pfizer/​Bi­oNTech við kór­ónu­veirunni utan þeirra sem tóku þátt í klín­ísk­um rann­sókn­um fyr­ir­tækj­anna. Hún var sú fyrsta sem var bólu­sett í Bretlandi en þar er haf­in viðamik­il áætl­un um að bólu­setja þorra þjóðar­inn­ar.

Marga­ret Keen­an, sem er frá Ennisk­il­len, seg­ir í sam­tali við BBC að hún líti á það sem for­rétt­indi að fá bólu­setn­ingu en hún var bólu­sett við há­skóla­sjúkra­húsið í Co­ventry.

Margaret Keenan segist hafa fengið snemmbúna afmælisgjöf í ár.
Marga­ret Keen­an seg­ist hafa fengið snemm­búna af­mæl­is­gjöf í ár. AFP

Í Bretlandi er nú byrjað að bólu­setja íbúa lands­ins sem eru komn­ir yfir átt­rætt auk hluta heil­brigðis­starfs­fólks og fólks í umönn­un­ar­störf­um. Áætl­un­in ger­ir ráð fyr­ir því að verja þá sem eru í viðkvæmri stöðu og að lífið geti færst í eðli­legt horf að nýju.

Keen­an var bólu­sett klukk­an 6:30 í morg­un. Hún seg­ir að þetta sé besta af­mæl­is­gjöf sem hún hafi getað hugsað sér og loks­ins geti hún horft fram á við. Að eyða tíma með fjöl­skyldu og vin­um á nýju ári. Í ár hafi hún verið ein nán­ast all­an tím­ann. Hún geti seint fullþakkað starfs­fólki heil­brigðis­kerf­is­ins hversu vel það hafi hugsað um hana. „Mitt ráð til allra þeirra sem er boðið bólu­efni – þiggið það. Ef ég get fengið það níræð þá ætt­ir þú að geta fengið það einnig.“

Keen­an var sprautuð af hjúkr­un­ar­fræðingn­um May Par­sons á sjúkra­hús­inu sem er ná­lægt heim­ili henn­ar í Co­ventry. Keen­an verður 91 árs í næstu viku og starfaði í skart­gripa­versl­un þangað til hún fór á eft­ir­laun fyr­ir fjór­um árum að því seg­ir í frétt Guar­di­an. Hún á dótt­ur og son og fjög­ur barna­börn. 

Frétt BBC

Þeir sem eru bólu­sett­ir í her­ferð Breta fá tvær bólu­setn­ing­ar, sú síðari er eft­ir þrjár vik­ur. Dag­ur­inn í dag er nefnd­ur V-Day í bresk­um miðlum eða bólu­setn­ing­ar­dag­ur­inn.

Í síðustu viku urðu Bret­ar fyrsta landið til þess að veita leyfi fyr­ir bólu­efni Pfizer-Bi­oNTech en bólu­setn­ing er helsta von heims­ins í bar­átt­unni vð far­sótt sem þegar hef­ur kostað yfir eina og hálfa millj­ón lífið. Í Bretlandi eru staðfest smit 1,6 millj­ón­ir tals­ins en af þeim eru yfir 61 þúsund lát­in.

AFP

For­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Bor­is John­son, seg­ir dag­inn í dag mik­il­væg­an og í dag verði stórt skref stigið í bar­átt­unni við Covid-19. John­son veikt­ist sjálf­ur al­var­lega af veirunni og lá á gjör­gæslu í nokkra daga fyrr á ár­inu. 

Matt Hancock heil­brigðisráðherra hef­ur boðist til þess að láta bólu­setja sig í beinni út­send­ingu í sjón­varpi til að slá á ótta lands­manna. Hann seg­ir bólu­setn­ing­una í morg­un lyk­il­stund í áætl­un um að vernda viðkvæm­ustu hópa lands­ins.

Bret­ar hafa pantað 40 millj­ón skammta af bólu­efn­inu og næg­ir það til að bólu­setja 20 millj­ón­ir ein­stak­linga. Í fyrstu um­ferð verða 800 þúsund ein­stak­ling­ar bólu­sett­ir en von er á 4 millj­ón­um skömmt­um af bólu­efn­inu fyr­ir árs­lok. 

Bólu­sett er í öll­um hlut­um Bret­lands, Englandi, Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi, og gild­ir sam­eig­in­lega stefna um mál­efnið ólíkt því sem venj­an er hvað varðar heil­brigðismál.

Lang­flest­ir eru ánægðir með hversu hratt leyfið var veitt í Bretlandi en stjórn­völd gera sér einnig grein fyr­ir efa­semdarödd­um þar að lút­andi. Lyfja­eft­ir­litið er sjálf­stæð stofn­um og seg­ir hún að ekki hafi verið slakað á kröf­um við veit­ingu leyf­is­ins þrátt fyr­ir að það hafi tekið stutt­an tíma. NHS á Englandi hef­ur gefið bólu­efnið und­an­farið þar sem það hef­ur tekið þátt í klín­ísk­um rann­sókn­um á bólu­efni Pfizer.

Ein þeirra sem verða með þeim fyrstu að fá bólu­setn­ingu er Elísa­bet II en hún er 94 ára að aldri. Von­ast er til þess að með því að hún vilji láta bólu­setja sig auki til­trú efa­semda­manna. 

Hjúkrunarfræðingurinn May Parsons ásamt Margaret Keenan á háskólasjúkrahúsinu í Coventry …
Hjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn May Par­sons ásamt Marga­ret Keen­an á há­skóla­sjúkra­hús­inu í Co­ventry í morg­un. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka