Hæstiréttur hafnar sjónarmiðum Trumps

Dómsúrskurðurinn var kveðinn upp án rökstuðnings.
Dómsúrskurðurinn var kveðinn upp án rökstuðnings. AFP

Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna hef­ur hafnað beiðni Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta um að hnekkja úr­slit­um for­seta­kosn­ing­anna í Penn­sylvan­íu, þar sem Joe Biden bar sig­ur úr být­um. Seg­ir frá þessu á vef Washingt­on Post

Dóms­úrsk­urður­inn var kveðinn upp án rök­stuðnings og bend­ir ekk­ert til þess að rétt­ur­inn hafi klofnað við úr­lausn máls­ins. Var þetta í fyrsta skipti sem beiðni um að fresta niður­stöðum kosn­ing­anna hef­ur náð til rétt­ar­ins og virðist sem Amy Co­ney Bar­rett, sem var ný­lega skipuð í rétt­inn af re­públi­kön­um, hafi verið meðal dóm­enda.

Rétt áður en dóms­úrsk­urður­inn var kveðinn upp sendi Trump frá sér yf­ir­lýs­ingu og hélt því ský­laust fram að hann hefði sigrað Biden. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert