Komist verði að niðurstöðu fyrir sunnudag

Boris Johnson yfirgefur höfuðstöðvar Evrópusambandsins eftir þriggja klukkustunda samningaviðræður í …
Boris Johnson yfirgefur höfuðstöðvar Evrópusambandsins eftir þriggja klukkustunda samningaviðræður í kvöld. AFP

Boris Johson forsætisráðherra Bretlands og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eru sammála um að ákveðið verði fyrir sunnudaginn 13. desember hvort af Brexit-samningi verður eður ei samkvæmt heimildarmanni AFP-fréttastofunnar innan Downingstrætis.

Áfram greinir töluvert á um stærstu viðfangsefni samningsins. 

Boris Johnson sást yfirgefa höfuðstöðvar Evrópusambandsins í kvöld eftir þriggja klukkustunda samningaviðræður og kvöldverð.

Samkvæmt heimildum AFP er komið samkomulag á milli Johnson og von der Leyen um að halda viðræðum áfram með samninganefndum en ákvörðun um framtíð samninga verði tekin fyrir sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert