Enn ríkari á Covid-tímum en áður

Á Bandaríkjaþingi er tekist á um fjárhæð björgunaraðgerða til handa …
Á Bandaríkjaþingi er tekist á um fjárhæð björgunaraðgerða til handa þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa orðið illa úti í Covid-19-faraldrinum. AFP

Auður þeirra efnuðust í Bandaríkjunum hefur aukist um meira en eina billjón (milljón milljónir) bandaríkjadala frá því kórónuveirufaraldurinn hófst samkvæmt nýrri skýrslu.

Sameiginlegur auður 651 milljarðamærings í Bandaríkjunum jókst úr 2,95 billjónum í 4,01 billjón dala samkvæmt  tölum Institute for Policy Studies and Americans for Tax Fairness (ATF). 

Aldrei áður hefur jafn mikill auður safnast á fárra hendur og nú, segir Frank Clemente, framkvæmdastjóri ATF. Hann bendir á að aukningin sé meiri en sú fjárhæð sem tekist er á um á Bandaríkjaþingi varðandi aðgerðir til stuðnings fyrirtækja og annarra vegna Covid-19.

Á þriðjudag lagði Hvíta húsið fram frumvarp til laga um 916 milljarða dala stuðningsaðgerðir í efnahagslífinu. Þetta er heldur hærri fjárhæð en hópur öldungadeildarþingmanna lagði til í síðustu viku.

Höfundar rannsóknarinnar segja að þessi billjón gæti dugað til eingreiðslu vegna Covid-19 til allra Bandaríkjamanna, rúmlega 300 milljóna, upp á 3 þúsund dali, sem svarar til 380 þúsund íslenskra króna. 

Jeff Bezos forstjóri Amazon er ríkasti maður Bandaríkjanna.
Jeff Bezos forstjóri Amazon er ríkasti maður Bandaríkjanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka