Tókst ekki að stöðva sölu herþota

Herþota af gerðinni F-35.
Herþota af gerðinni F-35. AFP

Demókrötum í öldungadeild Bandaríkjaþings tókst ekki að koma í veg fyrir sölu herþota til Sameinuðu arabísku furstadæmanna í kvöld. Óttast sumir þingmenn að með sölunni hafi Donald Trump sett af stað vígbúnaðarkapphlaup í Mið-Austurlöndum.

Samningurinn er ein stærsta vopnasala þessa kjörtímabils. Hún er sögð vera virði 23 milljarða bandaríkjadala og felur í sér sölu F-35-herþota, dróna og annarra vopna til furstadæmanna. 

Salan kemur í kjölfar þess að Sameinuðu arabísku furstadæmin viðurkenndu Ísrael og tóku upp diplómatísk sambönd við landið.

Atkvæðagreiðsla um málið féll að mestu eftir flokkslínum, demókrötum tókst ekki að sannfæra meirihluta öldungadeildarþingmanna um að salan væri ótímabær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert