Hjarðónæmi á Spáni næsta sumar

Salvador Illa, heilbrigðisráðherra Spánar.
Salvador Illa, heilbrigðisráðherra Spánar. AFP

Spánverjar ættu að ná hjarðónæmi gegn kórónuveirunni í lok næsta sumars ef áætlanir um bólusetningu ganga eftir. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra landsins í dag.

Ráðherrann, Salvador Illa, sagði að bólusetningar hæfust í janúar og að í lok sumars ætti að vera búið að bólusetja meira en tvo þriðju hluta Spánverja.

„Staðan verður önnur í Evrópu næsta sumar,“ sagði Illa í samtali við spænska fjölmiðla.

Aðspurður svaraði hann því játandi að þá yrði hjarðónæmi náð. Flestir hefðu annaðhvort verið bólusettir eða fengið veiruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert