Viðræður halda áfram þótt frestur renni út

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursua von der Leyen forseti …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursua von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB. AFP

Viðræður um samning Evrópusambandsins og Bretlands vegna útgöngu Bretlands halda áfram þrátt fyrir áður yfirlýstan frest sem rennur út í dag.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins ræddu stöðu viðræðna um Brexit-samning símeiðis í hádeginu.

Niðurstöður samtalsins voru að áfram skyldi haldið með viðræður. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Johnsons og Von der Leyen rétt í þessu.

Áður yfirlýstur frestur til þess að ákveða hvort af samningi verður eður ei rennur út í dag. 

„Við áttum gott samtal símleiðis í dag,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að þau hafi rætt stóru óleystu málin.

„Eftir næstum ár af samningsviðræðum, þrátt fyrir að frestir hafi síendurtekið runnið út, teljum við ábyrgast í stöðunni að gera allt sem hægt er,“ segir í yfirlýsingunni. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert