McConnell óskar Biden til hamingju

Leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, Mitch McConnell, óskaði verðandi forsetanum Joe Biden til hamingju í dag og viðurkenndi þar með í fyrsta sinn sigur hans í kosningunum sem fram fóru fyrir rúmum mánuði.

„Kjörmannaráðið hefur talað,“ sagði McConnell í ræðu á þinginu nú fyrir skemmstu.

„Svo að í dag vil ég óska kjörnum forseta, Joe Biden, til hamingju.“

Biden verður vígður inn í embætti miðvikudaginn 20. janúar.

McConnell gengur til þingsals.
McConnell gengur til þingsals. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert