Gaf 510 milljarða til góðgerðarmála

MacKenzie Scott er ein þeirra auðugustu í heiminum.
MacKenzie Scott er ein þeirra auðugustu í heiminum. AFP

MacKenzie Scott, fyrr­ver­andi eig­in­kona stofn­anda Amazon, Jeff Bezos, hef­ur gefið yfir fjóra millj­arða banda­ríkja­dala, sem svar­ar til 510 millj­arða króna, til góðagerðar­mála und­an­farna fjóra mánuði.

Í blogg-færslu Scott kem­ur fram að hún vilji veita Banda­ríkja­mönn­um sem eiga í vanda vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins aðstoð en pen­ing­arn­ir hafa runnið til neyðarsjóða og í mat­araðstoð. Scott er í 18 sæti yfir rík­asta fólk heims en eign­ir henn­ar juk­ust um 23,6 millj­arða dala í ár. Þær eru nú metn­ar á 60,7 millj­arða dala. 

Scott hef­ur fært yfir 380 góðgerðarsam­tök­um pen­inga að gjöf en yfir 6.500 slík sam­tök voru til skoðunar hjá henni. Hún seg­ir stöðuna versta hjá kon­um, lituðum og þeim sem bjuggu við fá­tækt fyr­ir Covid-19. Á sama tíma vænk­ist hag­ur þeirra allra rík­ustu seg­ir Scott. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert