Þjóðverjar ætla að hefja bólusetningu við kórónuveirunni 27. desember. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra landsins, greindi frá þessu í dag.
Evrópusambandið stefnir á að öll 27 sambandsríkin hefji bólusetningu þennan sama dag.
Spahn sagði í yfirlýsingu að fólk á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða verði bólusett fyrst allra með bóluefni Pfizer-BioNTech um leið og notkun þess hefur verið samþykkt.