Kínverjar fagna komu vísindamanna

Nýstárleg leið til að verjast smiti.
Nýstárleg leið til að verjast smiti. AFP

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að ráðamenn í höfuðborg Kína, Peking, fagni komu hóps alþjóðlegra vísindamanna til landsins. Hópnum er ætlað að aðstoða við að rannsaka uppruna kórónuveirunnar þar í landi. 

Kínverjar hafa fram til þessa verið mjög andsnúnir utanaðkomandi rannsóknum er snúa að uppruna veirunnar. Hins vegar hafa þeir sagst tilbúnir til að taka þátt í rannsókn leiddri af Alþjóðheilbrigðisstofnuninni. 

Enn er óljóst hvort framangreindir vísindamenn muni ferðast til borgarinnar Wuhan þar sem talið er að veiran eigi upptök. „Stofnunin er í góðu sambandi við kínversk stjórnvöld til að útfæra heimsóknina enn frekar,“ var haft eftir Babatunde Olowokure, einn neyðarstjóra WHO. 

„Við höfum skilið það svo að kínversk stjórnvöld fagni komi okkur. Við búumst við að vísindamenn muni fara til landsins snemma í janúar,“ sagði Babatunde og bætti við að heimsóknin kunni að eiga sér stað fyrstu vikuna í janúar. 

Veiran er talin hafa átt upptök sín í Wuhan. Myndin …
Veiran er talin hafa átt upptök sín í Wuhan. Myndin vakti mikla athygli þegar faraldurinn fór af stað fyrr á árinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert