Lokað verður fyrir ferðalög til og frá Tenerife frá miðnætti annað kvöld vegna aukins smitfjölda þar í landi. Aðeins fólki sem hefur sérstakar undanþágur er heimilt að koma þangað eða fara þaðan. Aðgerðirnar gilda í fimmtán daga.
Þetta kemur fram í frétt El País.
Íslenskar ferðaskrifstofur hafa boðið upp á ferðir til Tenerife um jólin.
Stjórnvöld á Tenerife hafa einnig ákveðið að grípa til frekari sóttvarnaaðgerða, til dæmis mega verslunarmiðstöðvar taka á móti færra fólki en áður og verður börum og veitingastöðum lokað frá 21.30 á kvöldin. Að auki er útgöngubann á eyjunni frá klukkan tíu á kvöldin til klukkan sex á morgnanna.