Pfizer segir að engin seinkun hafi orðið

Pfizer segir að allt sé í himnalagi, ef marka má …
Pfizer segir að allt sé í himnalagi, ef marka má umfjöllun The Hill. AFP

Lyfjaframleiðandinn Pfizer sagði í dag að engin vandræði hefðu komið upp í framleiðslu eða dreifingu á bóluefni þeirra gegn kórónuveirunni. Íslensk stjórnvöld hafa gert samning um kaup á bóluefni við Pfizer og bíða nú leyfis evrópsku lyfjastofnunarinnar.

Ráðgert var að bóluefni fyrir um 10.600 manns kæmi hingað til lands um áramót en vegna meints hráefnaskorts hafa íslensk yfirvöld nú sagt að mun minna af bóluefni frá Pfizer komi hingað til lands í fyrstu lotu, eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra satðfesti í Kastljósþætti kvöldsins.

„Það hljóp snuðra á þráðinn í framleiðslunni hjá Pfizer, sem eru fyrstu aðilarnir til að koma með bóluefni inn á íslenskan markað, sem gerir það að verkum að þeir geti ekki tryggt það að fyrri afhendingaráætlun standist,“ sagði Katrín.

Þetta stenst þó ekki ef marka má yfirlýsingu Pfizer.

Eru með milljónir skammta í geymslu

Í tilkynningu sem The Hill vitnar í segist Pfizer hafa fengið leiðbeiningar frá bandarískum stjórnvöldum um dreifingu 2,9 milljóna skammta af bóluefni. Hins vegar séu fleiri milljónir skammta í geymslum Pfizer, þar sem ekki hafa fengist leiðbeiningar um dreifingu þeirra. 

Áætlun Trump Bandaríkjaforseta, Operation Warp Speed, gerir ráð fyrir að 20 milljónir Bandaríkjamanna verði bólusettir fyrir lok árs og 50 milljónir alls í janúar. Þær tölur miðast m.a.s. við það að tvo skammta þurfi af Pfizer bóluefni fyrir hvern og einn einstakling. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka