Nýr stofn veirunnar allt að 70% meira smitandi

Boris Johnson ávarpaði bresku þjóðina í dag.
Boris Johnson ávarpaði bresku þjóðina í dag. AFP

Breski forsætisráðherrann Boris Johnson tilkynnti í dag nýja tilskipun um að fólk í Lundúnum og Suðaustur-Englandi skuli halda sig heima yfir jólin til að hægja á útbreiðslu nýs stofns kórónuveirunnar sem talinn er talsvert meira smitandi.

Fyrstu gögn gefa til kynna að nýi stofninn geti verið allt að 70% meira smitandi en þeir stofnar sem hingað til hafa valdið faraldrinum, að því er kom fram í sjónvörpuðu ávarpi ráðherrans.

Tilskipunin gildir að minnsta kosti fram til 30. desember og hefur í för með sér að um þriðjungur íbúa Englands getur ekki ferðast eða hitt fólk frá öðrum heimilum yfir jólin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert