Frakkland hefur bæst í hóp þeirra ríkja sem bannað hafa flugferðir frá Bretlandi vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem þar hefur greinst og er talið 70% meira smitandi.
Þegar hafa Holland, Belgía, Írland, Ítalía og Eystrasaltsríkin bannað flugferðir frá Bretlandi og mun Þýskaland gera slíkt hið sama frá miðnætti.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur þegar hvatt Evrópulönd til þess að grípa til harðra aðgerða vegna afbrigðisins, sem er þegar farið að dreifa sér til annarra landa. Níu tilfelli þessa afbrigðis veirunnar hafa greinst í Danmörku, eitt í Hollandi og eitt í Ástralíu.