Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að loka fyrir allar flugferðir til landsins frá Bretlandi í tvo sólarhringa. Ákvörðunin var tekin til að koma í veg fyrir útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar. Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra Danmerkur, greindi frá þessu á Twitter, að sögn DR.
DK lukker luftrummet for alle fly fra Storbritannien fra kl 10 mandag og 48 timer frem for at forhindre, at ny muteret virus spreder sig herhjemme.#COVID19dk
— Magnus Heunicke (@Heunicke) December 21, 2020
Frakkland, Þýskaland, Holland, Belgía, Írland og Ítalía eru á meðal landa sem hafa sett á samskonar bann.
Bannið í Danmörku tekur gildi klukkan níu að íslenskum tíma og gildir til klukkan níu 23. desember.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur þegar hvatt Evrópulönd til þess að grípa til harðra aðgerða vegna afbrigðisins, sem er þegar farið að dreifa sér til annarra landa. Níu tilfelli þessa afbrigðis veirunnar hafa greinst í Danmörku, eitt í Hollandi og eitt í Ástralíu.