Bandaríkjaþing hefur samþykkt 900 milljarða dala neyðarpakka til að styrkja efnahaginn í landinu. Milljónir Bandaríkjamanna og fjöldi fyrirtæka hafa átt í erfiðleikum vegna faraldurs kórónuveirunnar.
Pakkinn felur í sér beinar greiðslur til margra Bandaríkjamanna og fyrirtækja, auk þess sem fjármagnið verður nýtt í verkefni í þágu atvinnulausra.
Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða, bæði í öldungadeildinni og fulltrúadeildinni. Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði fljótur að skrifa undir lögin.
„Bandarískur almenningur þarf ekki að vera í vafa um að meiri hjálp er á leiðinni, núna strax,“ sagði leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, Mitch McConnell á Twitter.
Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lýsti einnig yfir ánægju með gang mála á Twitter.
I applaud this relief package, but our work is far from over. Starting in the new year, Congress will need to immediately get to work on support for our COVID-19 plan.
— Joe Biden (@JoeBiden) December 22, 2020
My message to everyone out there struggling right now: help is on the way. https://t.co/ktET5loEnm