Bóluefni gegn nýju afbrigði á sex vikum

Þróuð hafa verið bóluefni frá bandaríska fyrirtækinu Pfizer og BioNTech …
Þróuð hafa verið bóluefni frá bandaríska fyrirtækinu Pfizer og BioNTech frá Þýskalandi gegn kórónuveirunni. AFP

Einn af stofnendum BioNTech segir það „mjög líklegt“ að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn kórónuveirunni virki gegn stökkbreyttu afbrigði veirunnar sem fundist hefur í Bretlandi.

Samt sem áður væri hægt, ef nauðsyn krefðist, að breyta bóluefninu á sex vikum til að takast á við afbrigðið.

„Hvað vísindin varðar þá er mjög líklegt að þetta bóluefni virki einnig gegn nýju afbrigði veirunnar,“ sagði Ugur Sahin.

Hann bætti samt við að ef þörf krefur verður hægt að útbúa bóluefni sem hermir eftir þessu afbrigði og verður þar með hægt að nota gegn Covid-19.

Ugur Sahin.
Ugur Sahin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert