Bólusetning hafin í Sviss

Níræður íbúi á hjúkrunarheimili í Sviss bólusettur við Covid-19.
Níræður íbúi á hjúkrunarheimili í Sviss bólusettur við Covid-19. AFP

Bólu­setn­ing við kór­ónu­veirunni er haf­in í Sviss. Íbúi á hjúkr­un­ar­heim­ili, sem er á tíræðis­aldri, varð fyrsta mann­eskj­an í land­inu til að fá sprautu.

Kon­an, sem býr í héraðinu Lucer­ne, hlaut bólu­efni frá Pfizer-Bi­oNTech aðeins fjór­um dög­um eft­ir að það var samþykkt af heil­brigðis­yf­ir­völd­um í land­inu.

„Ég er mjög ánægður með að við get­um núna byrjað að bólu­setja í Lucer­ne,“ sagði Guido Graf, yf­ir­maður heil­brigðismála í héraðinu.

Bret­land varð fyrsta landið til að bólu­setja með bólu­efn­inu frá Pfizer-Bi­oNTech þegar hin níræða Marga­ret Keen­an frá Norður-Írlandi fékk sprautu 8. des­em­ber.

Bú­ist er við að bólu­setn­ing hefj­ist í lönd­um Evr­ópu­sam­bands­ins 27. des­em­ber en hvorki Sviss né Bret­land eru í ESB.

Hlut­fall smitaðra í Sviss hef­ur verið hátt. Alls búa 8,6 millj­ón­ir manna í land­inu. Þar hafa yfir 415 þúsund manns smit­ast af veirunni og yfir 6.300 látið lífið síðan far­ald­ur­inn hófst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka