Bólusetning hafin í Sviss

Níræður íbúi á hjúkrunarheimili í Sviss bólusettur við Covid-19.
Níræður íbúi á hjúkrunarheimili í Sviss bólusettur við Covid-19. AFP

Bólusetning við kórónuveirunni er hafin í Sviss. Íbúi á hjúkrunarheimili, sem er á tíræðisaldri, varð fyrsta manneskjan í landinu til að fá sprautu.

Konan, sem býr í héraðinu Lucerne, hlaut bóluefni frá Pfizer-BioNTech aðeins fjórum dögum eftir að það var samþykkt af heilbrigðisyfirvöldum í landinu.

„Ég er mjög ánægður með að við getum núna byrjað að bólusetja í Lucerne,“ sagði Guido Graf, yfirmaður heilbrigðismála í héraðinu.

Bretland varð fyrsta landið til að bólusetja með bóluefninu frá Pfizer-BioNTech þegar hin níræða Margaret Keenan frá Norður-Írlandi fékk sprautu 8. desember.

Búist er við að bólusetning hefjist í löndum Evrópusambandsins 27. desember en hvorki Sviss né Bretland eru í ESB.

Hlutfall smitaðra í Sviss hefur verið hátt. Alls búa 8,6 milljónir manna í landinu. Þar hafa yfir 415 þúsund manns smitast af veirunni og yfir 6.300 látið lífið síðan faraldurinn hófst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert