Gefa eftir „gríðarlega mikilvæga hluti“

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Haft er eftir fulltúrum franskra stjórnvalda að Bretar hafi gefið eftir „gríðarlega mikilvæga hluti“ í viðræðum sínum við ESB um Brexit nú í kvöld. Sagt er að Bretar séu að gefa eftir það sem áður voru taldar ófrávíkjanlegar forsendur í málefnum er snúa að sjávarútvegi.

Þetta eru Bretar sagðir gera til þess að forða því að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Bretar ganga úr ESB eftir átta daga, eða um áramót, með eða án samnings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert