Partí og veisluhöld í Wuhan

Frá tónlistarhátíð sem haldin var í Wuhan nú fyrir skömmu.
Frá tónlistarhátíð sem haldin var í Wuhan nú fyrir skömmu. AFP

Þrátt fyrir að flest lönd heimsins berjist nú við bylgju kórónuveirusmita virðist það lítil áhrif hafa á staðnum þar sem veiran á upptök sín. Í Wuhan, og reyndar nær alls staðar í Kína, er líf nú orðið venjulegt að nýju. Veirunni hefur verið útrýmt. 

Aðeins eru liðnir sjö mánuðir frá því að útgöngubann var sett á í Wuhan, en það stóð í 76 daga, frá 23. janúar til 8. apríl, og var gripið til gríðarlega harðra aðgerða. Fólk mátti ekki yfirgefa hús sín en í sumum tilfellum var búið að logsjóða útidyr íbúa. Þetta er nú liðin tíð. 

Fólk gengur um götur borgarinnar án grímu og næturlíf er aftur farið af stað. Veisluhöld og tónleikahátíðir hafa verið haldnar í vetur og veiran að mestu gleymd. Veitingastaðir blómstra og fólk hittist í stórum hópum. Hugsanlegt er að þetta kunni að gefa vísbendingu um líf á Vesturlöndum að faraldri liðnum. 

Frá næturklúbbi í Wuhan fyrr í vetur.
Frá næturklúbbi í Wuhan fyrr í vetur. AFP
Skólar eru opnir og krakkar geta mætt grímulausir.
Skólar eru opnir og krakkar geta mætt grímulausir. AFP
Maður býr sig undir sund í Yangtze-ánni í Wuhan.
Maður býr sig undir sund í Yangtze-ánni í Wuhan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert