Trump nýtir tímann til að náða

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur náðað fimmtán einstaklinga, þar á meðal tvo sem hafa verið sakfelldir fyrir að ljúga að alríkislögreglunni FBI vegna rannsókna á framkvæmd forsetakosninganna árið 2016.

BBC greinir frá.

Fyrrverandi ráðgjafi Trumps í kosningabaráttunni, George Papadopoulos, og lögmaðurinn Alex van der Zwaan eru meðal þeirra sem hlutu náðun frá forsetanum. Þá náðaði Trump tvo fyrrverandi þingmenn.

Trump náðaði einnig öryggisverði sem tóku þátt í því sem kallað er í daglegu máli fjöldamorðin í Írak. Í Írak árið 2007 skutu starfsmenn einkarekins hernaðarfyrirtækis, sem hafði samning við bandaríska ríkið um öryggisgæslu á svæðinu, íraska borgara. 17 létust og 20 særðust.

Náðar líklega fleiri

Búist er við því að Trump náði fleiri áður en hann lætur af embætti, samkvæmt fréttaflutningi BBC. Algengt er að fráfarandi forsetar nýti sér rétt sinn til náðunar áður en þeir kveðja Hvíta húsið. 

Annars vegar er hægt að náða þá sem hlotið hafa alríkisdóm og hann svo gott sem strikaður út. Hins vegar er hægt að náða til framtíðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert