Búist við samkomulagi vegna Brexit

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á rafrænum fundi.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á rafrænum fundi. AFP

Búist er við því að samkomulag náist í Brexit-viðræðum ESB og Breta í dag. Viðræður stóðu yfir fram á nótt og eru samningamenn að leggja lokahönd á samning, að sögn BBC.

Talið er að réttindi í tengslum við fiskveiðar hafi verið helsta ágreiningsefnið.

Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar héldu ríkisstjórnarfund seint í gær til að ræða viðskiptasamninginn við Breta.

Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, ræddu einnig saman í gær.

Aðeins vika er til stefnu til að ná samkomulagi. Bretar yfirgáfu ESB í janúar síðastliðnum en viðræður hafa staðið lengi yfir um viðskiptaskilmála vegna brotthvarfsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert