Kína þaggar niður fréttir af veiru

„Við vitum ekki hvaða upplýsingar stjórnvöld munu ritskoða né hvenær, þannig að við erum að reyna að vera skrefinu á undan þeim.“ Þetta segir nafnlaus kínverskur borgari sem ásamt fjölmörgum öðrum hefur reynt að halda til haga upplýsingum og heimildum um útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu.

Í myndskeiðinu kanna blaðamenn New York Times hvernig fólk tók skjáskot og safnaði myndskeiðum og öðrum heimildum um útbreiðslu veirunnar sem kínversk stjórnvöld áttu svo eftir að fjarlægja af netinu eða þagga niður. 

Á meðal þess sem þessir aðgerðasinnar varðveittu eru myndskeið af örvæntingu fólks sem hafði verið lokað inni á heimilum sínum, örtröð á heilbrigðisstofnunum og ýmsar færslur á samfélagsmiðlum sem stjórnvöld höfðu ritskoðað.

Þessi atburðarás áttir sér stað í febrúar en mbl.is mun á næstu dögum birta skýringar af þessu tagi sem New York Times hefur gert fyrir alla mánuði þessa viðburðaríka árs. Kórónuveiran er þar fyrirferðarmikil en önnur stór fréttamál á árinu eru einnig til skoðunar, þar má nefna dauða George Floyds í höndum lögreglunnar í Minneapolis og forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert