Mikil sprenging varð í bænum Nashville í Tenessee í Bandaríkjunum fyrr í dag og hafa þrír verið fluttir á spítala auk þess sem byggingar skemmdust.
Samkvæmt lögreglu á svæðinu er talið að sprengingin tengist bifreið og er hún jafnvel talin tilraun til hryðjuverks.
Bandaríska alríkislögreglan FBI fer með rannsókn málsins.