Virkni veirunnar kortlögð

Lengi vel var algengt að fólk líkti virkni kórónuveirunnar við venjulega flensu. Eftir því sem leið á faraldurinn kom alvara faraldursins sífellt betur í ljós, sérstaklega hjá fólki með undirliggjandi veikleika í öndunarfærum eins og er útskýrt í meðfylgjandi fréttaskýringu New York Times sem er að finna í myndskeiðinu. Þar er rætt við virta sérfræðinga og lækna um alvarleika veirunnar.

Læknar voru forviða á því hversu alvarlegur sjúkdómurinn varð á skömmum tíma hjá sjúklingum þeirra og í apríl þegar ástandið var hvað verst í New York-borg fór Andrew Cuomo, ríkisstjóri í New York-ríki, fram á að Bandaríkjastjórn myndi útvega mikið magn öndunarvéla til að bregðast við neyðinni í borginni.

mbl.is mun á milli jóla og ný­árs birta skýr­ing­ar af þessu tagi sem New York Times hef­ur gert fyr­ir alla mánuði þessa viðburðaríka árs. Kór­ónu­veir­an er þar fyr­ir­ferðarmik­il en önn­ur stór frétta­mál á ár­inu eru einnig til skoðunar, þar má nefna dauða Geor­ge Floyds í hönd­um lögreglunn­ar í Minn­ea­pol­is og for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert