Lentu 737-8 MAX á öðrum hreyfli

Boeing 737 Max vél.
Boeing 737 Max vél. AFP

Vélarbilun kom upp í Boeing 737-8 Max-vél Air Canada á leið sinni frá Arizona til Montreal fyrir jól og þurfti að snúa vélinni til Tucson í Arizona. Þriggja manna áhöfn var um borð í vélinni þegar bilunin varð skömmu eftir flugtak. 

Flugmenn vélarinnar ákváðu að slökkva á öðrum hreyfli hennar að sögn talsmanns Air Canada, eftir að vélin gaf flugmönnunum skilaboð um lágþrýsting. Vélinni var síðan snúið við til Tucson þar sem hún er enn. Atvikið átti sér stað 22. desember. 

737 Max-vélar Boeing fara í umferð á næsta ári að öllu óbreyttu, en vélarnar hafa verið kyrsettar í 20 mánuði í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. 

Frétt Guardian. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert