Ísraelar bólusetja á ógnarhraða

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir að til skoðunar sé að …
Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir að til skoðunar sé að bólusetja fólk allan sólarhringinn. AFP

Ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að setja á útgöngubann í þann mund sem bólusetningar eru að hefjast. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir að vonir standi til þess að þjóðin geti risið upp úr faraldrinum fyrir lok marsmánaðar, nú þegar bólusetningar eru hafnar.

Um 280.000 manns hafa verið bólusettir í Ísrael á tæpum tveimur vikum og er fullyrt í frétt Reuters að engin önnur þjóð hafi bólusett þegna sína á slíkum hraða. Til skoðunar er að bólusetja fólk allan sólarhringinn en Netanyahu hefur lýst yfir áhuga á að bólusetja 150.000 manns þar daglega.

Gangi bólusetningin það hratt fyrir sig verður öll þjóðin bólusett fyrir lok janúar. Þegar hafa 400.000 manns greinst með Covid-19 í Ísrael og 3.210 látið lífið vegna faraldursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert