Telja bóluefni virka gegn nýju afbrigði

Bóluefni AstraZeneca.
Bóluefni AstraZeneca. AFP

Yfirmaður bóluefnateymis lyfjaframleiðandans AstraZeneca telur að bóluefni fyrirtækisins muni virka gegn nýju afbrigði veirunnar á Bretlandi. AstraZeneca þróar nú bóluefni gegn veirunni en vonir standa til að það verði samþykkt í Bretlandi í vikunni.

Að því er fram kom í viðtali við yfirmann bóluefnateymis lyfjarisans í dag er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af virkni bóluefnisins. Ekkert bendi til annars en að það muni virka gegn nýju afbrigði.

Forstjóri AstraZeneca, Pascal Soriot, greindi sömuleiðis frá því í viðtali við Sunday Times að vísindamenn fyrirtækisins hefðu fundið sannkallaða „vinningsformúlu“. Þannig sé bóluefnið jafnöflugt og bóluefni annarra lyfjafyrirtækja. 

Áður hafði verið talið að bóluefnið hefði ekki sömu virkni og bóluefni fyrirtækja á borð við Pfizer og Moderna. „Þegar fólk hefur fengið skammtana tvo af okkar efni er það alveg jafngott og bóluefni annarra fyrirtækja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert