Notuðu faraldurinn í ímyndarvinnu

Lögreglan í indversku stórborginni Nýju-Delí nýtti áskoranir faraldurs kórónuveirunnar til að bæta ímynd sína. Þetta kom blaðamanni New York Times spánskt fyrir sjónir en lögreglan þar þykir hafa horft framhjá og jafnvel tekið þátt í grimmilegu ofbeldi gagnvart múslimum í borginni í gegnum tíðina.

Þegar faraldurinn tók að herja á íbúa Nýju-Delí, sem eru í kringum 28 milljón talsins, fór lögreglan í umfangsmikla ímyndarherferð þar sem slagorðið var: „Lögregla hjartans“. Jeffrey Gettleman, fréttastjóri NYT í Suðaustur-Asíu, kynnti sér málið þar sem ítrekuð brot lögreglunnar gagnvart múslimum í borginni eru vel skrásett. 

Gettleman rýnir í málið í ítarlegri fréttaskýringu í myndskeiðinu. 

mbl.is mun á milli jóla og ný­árs birta skýr­ing­ar af þessu tagi sem New York Times hef­ur gert fyr­ir alla mánuði þessa viðburðaríka árs. Kór­ónu­veir­an er þar fyr­ir­ferðar­mik­il en önn­ur stór frétta­mál á ár­inu eru einnig til skoðunar líkt og for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert