Rússneska bóluefnið komið til Argentínu

Fyrstu skammtar af Spútnik V eru lentir í Argentínu.
Fyrstu skammtar af Spútnik V eru lentir í Argentínu. AFP

Rússar hafa sent fyrstu skammtana af bóluefninu Spútnik V úr landi. Ríflega 300 þúsund skammtar voru sendir til Argentínu í síðustu viku. Umræddir skammtar voru þó einungis fyrri skammtur af tveimur. 

Þetta herma heimildir fréttastofu Reuters, en ólíkt öðrum bóluefnum er Spútknik V gagnslaust ef einstaklingum eru ekki veittir báðir skammtar. Fyrri skammturinn virkar ekki einn og sér sökum þess að hinn skammturinn inniheldur nauðsynleg efni. 

Gamaleya-stofnunin, sem þróaði bóluefnið, segir að bóluefnið sé með 91% virkni þegar báðum skömmtum hefur verið sprautað í fólk. Einhver vandræði hafa þó komið upp við gjöf á seinni skammti, en hann er talinn aðeins „óstöðugur“. 

650 þúsund skömmtum hefur nú verið dreift í Rússlandi, en von er á því að þeim fjölgi hratt á komandi vikum. Argentína er fyrsta ríkið, að H-Rússlandi undanskildu, til að samþykkja Spútnik V. Stjórnvöld í Argentínu gera ráð fyrir því að hefja bólusetningu á næstu dögum.  

Vélin sem flutti skammtana 300 þúsund.
Vélin sem flutti skammtana 300 þúsund. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert