„Breska“ afbrigðið greindist í Colorado

Frá Covid deild á sjúkrahúsi.
Frá Covid deild á sjúkrahúsi. AFP

„Breska“ afbrigði kórónuveirunnar hefur greinst í Colorado í Bandaríkjunum. Um er að ræða mjög smitandi afbrigði veirunnar. Frá þessu greinir ríkisstjóri Colorado, Jared Polis, á Twittersíðu sinni nú í kvöld. 

Þar segir enn fremur að viðkomandi einstaklingur sé nú í einangrun og verið sé að vinna að rannsókn málsins. Um mjög ungan einstakling er að ræða, eða karlmann undir tvítugu. Hann hafði ekki verið á ferðalagi. 

Að því er segir í tilkynningunni hefur umræddur einstaklingur er enn ekki ljóst við hverja hann hefur verið í nánum samskiptum. Þá vinna heilbrigðisyfirvöld að því að finna aðra sem hugsanlega kunna að reynast smitaðir. Rann­sókn­ir sýna að af­brigðið geti verið allt að 70% meira smit­andi en fyrri af­brigði veirunn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert