Ólympíuvonbrigði brimbrettakappa

Ein afleiðing faraldurs kórónuveirunnar um heiminn var frestun ólympíuleikanna sem áttu að fara fram í Japan í sumar. Þar átti í fyrsta skipti að keppa í brimbrettareið á leikunum. Keppni í greininni er nokkuð óhefðbundin þar sem aðstæður eru óútreiknanlegar. NYT rýna í greinina og frestun leikanna.

Að bruna um öldurnar á bretti er forn list sem á rætur að rekja til Hawaii og Pólynesíu en þær listir sem atvinnufólk sýnir á brettunum eru með ólíkindum og krefjast mikillar íþróttamennsku þar sem hraði, kraftur og flæði þurfa að haldast í hendur. Blaðamenn New York Times ræða við helstu stjörnur greinarinnar í myndskeiðinu og fylgst er með þeim sýna listir sínar.

mbl.is mun á milli jóla og ný­árs birta skýr­ing­ar af þessu tagi sem New York Times hef­ur gert fyr­ir alla mánuði þessa viðburðaríka árs. Kór­ónu­veir­an er þar fyr­ir­ferðar­mik­il en önn­ur stór frétta­mál á ár­inu eru einnig til skoðunar líkt og for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um. Þessi útskýring á við júlímánuð þegar leikarnir hefðu átt að fara fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka