Tíu enn saknað í Ask

Tíu er enn saknað.
Tíu er enn saknað. AFP

Tíu er enn saknað í norska bænum Ask í nágrenni við Osló, þar sem jarðfall hefur lagt í það minnsta 17 hús í rúst, en tvö börn eru á meðal þeirra sem ekki hafa enn fundist. 

Leitarflokkur hefur verið sendur á svæðið, sem hefur hingað til ekki verið talið nógu öruggt til slíks.

Kemur fram á NRK, vef norska ríkisútvarpsins, að leit sé hafin í neðra umhverfi svæðisins þar sem mestar skemmdir urðu.  Ræddi NRK einnig við Harald Wisløff, sem stjórnar aðgerðum, sem segir að enn sé gert ráð fyrir því að fólk finnist á lífi.

Frétt NRK 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert