Hvorn kaustu og af hverju?

Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum voru óumdeilt eitt stærsta fréttamál ársins 2020. Kjósendur gengu að kössunum með tvo gjörólíka kosti sem í boði voru. Baráttan var hatrömm og skók bandarískt samfélag. New York Times ræddi við kjósendur um hvað þeir kusu og ástæðurnar fyrir valinu.

Í myndskeiðinu segir fólk frá ólíkum kimum bandarísks samfélags frá vali sínu en ekki síður hvernig það upplifði aðdraganda kosningana sem demókratinn Joe Biden sigraði. Viðmælendum er mikið niðri fyrir og sitt sýnist hverjum um hvort það takist að sameina fólk eftir ferlið.

Um­fjöll­un­in er hluti af upp­gjöri New York Times á ár­inu þar sem rýnt er í nokk­ur frétta­mál sem skópu árið. Þar er Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn í stóru hlut­verki ásamt at­b­urðum í banda­rísku þjóðlífi en ým­is­legt fleira er til skoðunar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert