Evrópska framkvæmdastjórnin mun veita bóluefni lyfjafyrirtækisins Moderna gegn kórónuveirunni markaðsleyfi á mánudag, samkvæmt umfjöllun SVT. Þar er haft eftir Richard Bergström, yfirumsjónarmanni bóluefnamála í Svíþjóð, að Svíar muni fá bóluefnaskammta frá Moderna innan tveggja vikna. Ísland er í samstarfi við Svía um kaup á bóluefni.
Þá segir jafnframt að Richard Bergström telji að Svíar muni fá um 20 til 30 þúsund skammta í viku hverri. Íslensk stjórnvöld undirrituðu þann 30. desember undir kaupsamning við Moderna sem tryggir 128 þúsund skammta sem duga eiga fyrir 64 þúsund Íslendinga.
Bergström segir svo um ummæli Ugur Sahin, foirstjóra þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech að ESB sé ekkert svifaseint. Frekar sé um að ræða óþreyjufullan forstjóra fyrirtækis sem getur ekki beðið eftir að fá leyfi ESB til þess að hefja lygjaframleiðslu í Þýskalandi.
Sahin hafði áður sagt við þýska miðilinn Der Spiegel að „ferlið í Evrópu var ekki eins hraðvirkt og í öðrum löndum,“
„Að hluta til vegna þess að Evrópusambandið getur ekki veitt leyfið eitt og sér og aðildarríki geta haft eitthvað til málanna að leggja. Í samningaviðæðum....þá geta hlutirnir tekið tíma,“ sagði hann.