Fimm hafa fundist látnir í Noregi

AFP

Alls hafa líkamsleifar fimm einstaklinga fundist í húsarústum eftir jarðfall í bænum Ask í Gjerdrum í Noregi aðfaranótt miðvikudags. Fimmti fannst látinn seint í nótt. 

Fimm er enn saknað. Fram kemur á vef NRK að leitað hafi verið í rústum húsa í alla nótt.

Stefnt er að því að leitaraðgerðir haldi áfram í dag á stærra svæði en áður og segir lögregla að enn sé haldið í vonina um að einhver finnist á lífi, þótt hún dvíni með hverjum degi sem líður. Fram kom á blaðamannafundi lögreglu í gær að einstaklingar geti lifað fleiri daga í rústunum hafi þeir súrefni. 

Björgunaraðilar hafa notið liðsinnis norska hersins við leitina.

Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning munu heimsækja Ask í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert