Reglur hertar í Noregi

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. AFP

Norsk stjórnvöld hafa hert samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar í landinu. Hvorki má heimsækja aðra né fá fólk í heimsókn næstu tvær vikurnar og ekki mega fleiri en fimm koma saman í einkasamkvæmum utan heimilis.

Einhverjar undantekningar eru þó á heimsóknarbanninu og til dæmis mega börn heimsækja önnur börn frá sama leikskóla eða skóla, að sögn norska ríkisútvarpsins 

„Við þurfum að taka höndum saman til að koma í veg fyrir útbreiðslu smita,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, á blaðamannafundi.

Reglur um sölu áfengis hafa einnig verið hertar en veitingastaðir mega áfram vera opnir.

Í mesta lagi tíu manns mega safnast saman á opinberum viðburðum innandyra en allt að 200 ef þeir sitja í merktum sætum.

Allt að 50 manns mega koma saman í jarðarförum.

Fjarkennsla verður í framhalds- og háskólum til 18. janúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert