Sjötta manneskjan fannst látin í Ask

AFP

Alls hafa nú lík­ams­leif­ar sex ein­stak­linga fund­ist í hús­a­rúst­um eft­ir jarðfall í bæn­um Ask í Gjer­dr­um í Nor­egi aðfaranótt miðviku­dags. Sjötti fannst lát­inn í dag. „Ég hreint út sagt finn engin orð,“ sagði Haraldur Noregskonungur við blaðamenn þegar hann heimsótti bæinn í dag ásamt Sonju drottningu. 

Fjögurra er enn saknað. Fram kem­ur á vef NRK að leitað hafi verið í rúst­um húsa í dag. 

Stefnt er að því að leit­araðgerðir haldi áfram í dag og fram á nótt á enn stærra svæði en áður.  

Björg­un­araðilar hafa notið liðsinn­is norska hers­ins við leit­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert