Alls hafa nú líkamsleifar sex einstaklinga fundist í húsarústum eftir jarðfall í bænum Ask í Gjerdrum í Noregi aðfaranótt miðvikudags. Sjötti fannst látinn í dag. „Ég hreint út sagt finn engin orð,“ sagði Haraldur Noregskonungur við blaðamenn þegar hann heimsótti bæinn í dag ásamt Sonju drottningu.
Fjögurra er enn saknað. Fram kemur á vef NRK að leitað hafi verið í rústum húsa í dag.
Stefnt er að því að leitaraðgerðir haldi áfram í dag og fram á nótt á enn stærra svæði en áður.
Björgunaraðilar hafa notið liðsinnis norska hersins við leitina.