Sjöundi einstaklingurinn fannst látinn

Mynd sem sýnir jarðfallið.
Mynd sem sýnir jarðfallið. AFP

Alls hafa nú lík­ams­leif­ar sjö ein­stak­linga fund­ist í hús­a­rúst­um eft­ir jarðfall í bæn­um Ask í Gjer­dr­um í Nor­egi aðfaranótt miðviku­dags. Þriggja er enn saknað. Þetta kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins. 

Björgunaraðilar, ásamt lögreglu- og hermönnum, hafa leitað að fólki í rústunum. Leit mun halda áfram til kvölds og standa yfir í nótt. Norska lögreglan segist enn halda í vonina um að einhver finnist á lífi. Líkurnar á því fara þó minnkandi eftir því sem tíminn líður. 

Gréta Björk Guðmunds­dótt­ir, íbúi í bæn­um, sagði óraunverulegt ástand ríkja í bænum í viðtali við mbl.is fyrr í dag. Sagði hún enn fremur að staðan virkaði sorglegri með hverri mínútunni sem liði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert