Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur til Bandaríkjanna. Dómur þess efnis féll rétt í þessu í Bretlandi.
Í Bandaríkjunum bíða Assange 17 ákærur um njósnir eftir að hafa lekið fjölda leynilegra skjala á netið, mörg hver snéru að starfsemi bandaríska hersins í Írak og Afganistan.
Líklegt þykir að dómnum verði áfrýjað.
Dómari í málinu er Vanessa Baraitser, hún dæmdi í Old Bailey court í London. Málið hefur dregist verulega á langinn og hefur nú tekið yfir áratug. Litið er til þess um heim allan vegna gildis þess fyrir fjölmiðlafrelsi.
Fréttin verður uppfærð.