Hlé gert á leit í Ask

Frá Ask, Gjerdrum.
Frá Ask, Gjerdrum. AFP

Hlé hefur verið gert á leit í Gjerdrum en ekkert þeirra þriggja sem enn er saknað fannst í nótt. 

Að sögn Gisle Sveen, aðgerðarstjóra á leitarsvæðinu, er verið að hvíla leitarsvæðið til þess að auðvelda leitarhundum starfið. Þegar fréttamaður NRK ræddi við hann klukkan 5:30 í morgun var ekki verið að leita en hann átti ekki von á að hléið yrði langt.

Hann leggur áherslu á að enn sé leitin miðuð við að finna fólk á lífi en sjö af þeim tíu sem urðu undir skriðunni hafa fundist látnir á undanförnum dögum. 

Samkvæmt fyrri fréttum NRK er alls ekki ómögulegt að einhver sé enn á lífi þrátt fyrir hversu kalt er á þessum slóðum. 

Frétt norska ríkisútvarpsins 

Í gærkvöldi var greint frá því að mæðginin Lisbeth Neraas og Marius Brustad hefðu fundist látin. Eins feðginin Bjørn-Ivar Grymyr Jansen og Alma Grymyr Jansen. Á nýársdag fannst Eirik Grønolen látinn. Ekki hefur verið upplýst um nöfn tveggja sem hafa fundist látnir. 

Hér er listi yfir þau tíu sem var saknað

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert