Yfir 73 þúsund hafa verið bólusett við Covid-19 í Peking, höfuðborg Kína, um helgina samkvæmt þarlendum yfirvöldum. Bólusett er með efni frá kínverska fyrirtækinu Sinopharm en það hlaut neyðarleyfi kínverskra yfirvalda á dögunum.
Bóluefnið frá Sinopharm er sagt veita vörn gegn Covid-19 smiti í 79% tilfella.
Alls er bólusett á 220 stöðum í Peking og eru eldri borgarar og heilbrigðisstarfsmenn þeir fyrstu sem fá bólusetningu.
Stefnt er að því að bólusetja milljónir áður en nýtt kínversk ár gengur í garð en það er um miðjan febrúar.
Alls hafa um 4,5 milljónir manna nú þegar verið bólusettir í öllu landinu, langflestir þeirra heilbrigðisstarfsmenn.