Telja sig geta fundið fólk á lífi

Leit er aftur hafin.
Leit er aftur hafin. AFP

Björgunarsveitir í Noregi vinna nú hörðum höndum og telja að þær geti fundið fólk á lífi í bænum Ask í Gjerdrum í Noregi eftir jarðfall sem þar varð, en þegar hafa sjö verið fundnir látnir og þriggja er saknað. Norska ríkisúrvarpið, NRK, greinir frá þessu, en leitað var í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun að staðartíma.

Hlé var gert á leitinni til þess að hreinsa jarðveg og andrúmsloft til þess að auðvelda leitarhundum að þefa fólk uppi en leitin hófst á ný nú í morgun. Á blaðamannafundi í morgun var greint frá því að mikill kuldi á svæðinu gerði leitina erfiðari en sem fyrr segir telur björgunarsveitarfólk nokkrar líkur á því að fólk finnist á lífi í rústunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert