Þriggja ára fangelsi fyrir meme

Abdelmadjid Tebboune forseti Alsír.
Abdelmadjid Tebboune forseti Alsír. AFP

25 ára maður var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að skrifa og birta ádeilu-efni á samfélagsmiðlum sínum í Alsír í dag. Maðurinn styður Hirak-hreyfinguna sem spratt upp frá friðsamlegum mótmælum gegn þáverandi forseta Alsír, Abdelaziz Bouteflika, sem sagði af sér árið 2019. 

Walid Kechida var gefið að sök að gera grín að stjórn landsins og trú þess, að móðga forsetann og gildi Íslam með efni sínu á samfélagsmiðlum, m.a. svokölluðum meme-um.

Kaci Tansaout, talsmaður CNLD mannréttindasamtaka fanga, segir að dómnum verði áfrýjað. 

Dæmi um meme af facebook-síðu Walid Kechida.
Dæmi um meme af facebook-síðu Walid Kechida. Skjáskot af Facebook

Hafa handtekið fjölda mómælenda

Yfirvöld í Alsír hafa handtekið og sótt til saka nokkrum fjölda aktívista og mótmælenda í tilraun til að stemma stigu við Hirak-hreyfinguna.

CLND samtölin segja yfir 90 manns, þar á meðal aktívista, samfélagsmiðlanotendur og fjölmiðlafólk, vera í haldi yfirvalda grunað um tengingar við andófshreyfingu, mestmegnis vegna efnis sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert