Björgunarsveitir forðuðu sér undan skriðu

Frá hamfarasvæðinu í bænum Ask í Noregi.
Frá hamfarasvæðinu í bænum Ask í Noregi. AFP

Hlé var gert á leit að eftirlifendum í bæn­um Ask í Gjer­dr­um í Nor­egi þegar skriða féll úr sárinu sem myndaðist þegar jarðfall varð við bæinn fyrir áramót. Viðvörunarbjöllur glumdu og björgunarmenn náðu að forða sér í tæka tíð.

Sjö hafa fundist látnir eftir jarðfallið en björgunarsveitamenn hafa leitað af krafti síðustu daga.

Fram kom í máli viðbragðsaðila nú í hádeginu að skriðan sem féll í morgun hafi ekki verið stór. Ekki er vitað hvað olli henni en ákveðið verður síðdegis hvort leit heldur áfram í dag.

Lögregluvarðstjórinn Roy Alkvist sagði við Verdens gang að töluverð áhætta fælist í störfum björgunarsveitarmanna, eins og sést hefði þegar skriðan féll.

Skriður eins og sú í morgun væru algengar við aðstæður sem þessar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert